Skilmálar

[divider]

Upplýsingar um seljanda

Vefverslunin 29 LÍNUR er rekin af Andreu Jónsdóttur kt. 290380-4999. Jakaseli 36, 109 Reykjavík.

Verð á vöru og sendingakostnaður

Verð eru í íslenskum krónum að meðtöldum 24% virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndarugl. 29 LÍNUR áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti ef rangt verð eða röng mynd er birt í vefverslun, í þeim tilfellum fær kaupandi endurgreitt. 29 LÍNUR áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara.

Innheimt er fast sendingargjald eftir tegund vöru sem er versluð. Fyrir minni veggspjöld, tækifæriskort og bæklinga er sendingargjald kr. 250. Fyrir stærri veggspjöld og fylgihluti er sendingargjald kr. 1.050. Boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.

Greiðsla

Hægt er að greiða fyrir vörur í vefversluninni með eftirfarandi hætti:

Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja það að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan við 24 tíma frá pöntun. Reikningsnr: 0113-26-002978 kt. 290380-4999

Með VISA eða MASTERCARD greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu myPOS. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.

Netgíró. Farið í gegnum örugga greiðslusíðu Netgíró. Aur appið. Greiðsluna skal senda á númer 6949596. Greiðsla skal berast innan 24 tíma frá pöntun.

Skilaréttur og vörugalli

Hægt er að skila/skipta vöru allt að 14 dögum eftir að gengið er frá kaupum. Varan þarf að vera heil og ónotuð í upprunalegum umbúðum. Sérpöntunum og tilboðsvörum er hvorki hægt að skipta né skila.

Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er endurgreiðsla á sama formi og greitt var fyrir vöruna. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Ef upp kemur galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og er sendingakostnaður þá greiddur af 29 LÍNUM eða boðið upp á endurgreiðu sé þess krafist.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Fyrirvari

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness